Framsókn

Starfsmenn Samherja og ÚA fá tveggja daga vetrarfríMynd: Samherji.is

Starfsmenn Samherja og ÚA fá tveggja daga vetrarfrí

Starfsfólk vinnsluhúsa Samherja á Dalvík, ÚA á Akureyri og fiskþurrkunar ÚA á Laugum fær tveggja daga vetrarfrí í þessari viku, á fimmtudag og föstudag. Annan daginn fá þau launaðan en hinn verður dreginn af orlofi starfsmanna.

Þetta er unnið í miklu samstarfi með starfsfólk vinnsluhúsanna en það hefur að sjálfsögðu val um hvort þetta frí verði tekið. Fyrirkomulagið er með mismunandi hætti eftir starfsstöðvum. Segir á heimasíðu fyrirtækisins að á þeim stöðum sem erfitt er að veita frí, t.d. hjá Samherja Fiskeldi, verði vetrarfríið leyst með öðrum hætti.

„Þetta eru sömu dagar og vetrarfrí er í grunnskólum á svæðinu, þannig að það skapast gjarnan álag á fjölskyldufólk og margir vilja vera í fríi og njóta tímans með fjölskyldunni í vetrarfríinu. Við útfærum þetta þannig að fólk tekur einn dag af orlofinu og hinn daginn greiðir vinnuveitandinn. Þetta er gert í góðu samráði við trúnaðarmenn á hverjum vinnustað og er algjörlega valfrjálst. Starfsfólk getur líka unnið þessa daga við verkefni sem við þá skipuleggjum. Undirtektirnar eru hins vegar svo góðar að mér sýnist núna að enginn ætli að mæta til vinnu. Við gerðum þetta líka í fyrra og núna var boðið upp á þetta val með ágætum fyrirvara,“ segir Gestur Geirsson á heimasíðu Samherja.

Virðist því vera sem mikil ánægja ríki með þetta tilboð og reikna megi með 100% þátttöku meðal starfsmanna.

VG

UMMÆLI

Sambíó