NTC

Starfsmenn Bautans gáfu jólagjafirnar sínar

Afhending jólagjafarinnar.

Afhending jólagjafarinnar.

Starfsfólk á veitingastaðnum Bautanum á Akureyri veitti Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi, 200.000 krónur í jólagjöf. Peningnum söfnuðu starfsmenn með því að afþakka jólagjöf þetta árið og vildu frekar láta peninginn sem annars vegar færi í gjafirnar, renna til góðs málefnis.

Hetjurnar voru stofnaðar árið 1999 og eru aðildafélag í Umhyggju sem er regnhlífarsamtök fyrir foreldrafélög langveikra barna á Íslandi.

Á myndinni sést Freydís Ásmundsdóttir, starfsmaður Bautans, afhenda fulltrúum Hetjanna peninginn fyrir hönd starfsmanna Bautans.

 

 

Sambíó

UMMÆLI