Framsókn

Starfsfólk sundlauga samþykkti verkfall um Hvítasunnuhelgina

Starfsfólk sundlauga samþykkti verkfall um Hvítasunnuhelgina


Starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja átta sveitarfélaga á Vestur, Norður- og Austurlandi samþykkti að leggja niður störf um Hvítasunnuhelgina í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Sjá nánar á somulaun.is

Þetta þýðir að hátt í 1600 félagsmenn BSRB hafa nú þegar samþykkt að leggja niður störf í 18 sveitarfélögum á næstu vikum – en frekari aðgerðir eru í undirbúningi hjá félögunum náist ekki að semja.

Starfsfólk sundstaða og íþróttamiðstöðva eftirfarandi sveitarfélaga verða í verkfalli 27., 28. og 29. maí og bætast þar með við áformuð verkföll starfsfólks leik- og grunnskóla, mötuneyta, frístundamiðstöðva og hafna í Kópavogi, Garðabæ, Hafnafirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Reykjanesbæ, Árborg, Hveragerði, Ölfus og Vestmannaeyjum:

Akureyrarbær
Borgarbyggð
Dalvíkurbyggð
Fjallabyggð
Fjarðabyggð
Skagafjörður
Snæfellsbær
Vesturbyggð

VG

UMMÆLI