Aldrei hafa fleiri óskað eftir mataraðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu yfir hátíðirnar en í ár. Starfsfólk slökkviliðsins ákvað að aðstoða Matargjafir Akureyrar og nágrennis fyrir hátíðarnar og safnaði saman í sjóð fyrir mat.
Sjá einnig: Styrkja Matargjafir Akureyri og nágrennis um 200 þúsund krónur
Starfsfólkið fór síðan í verslunarleiðangur og verslaði matarpakka sem Sigrún Steinarsdóttir, umsjónarkona Matargjafa Akureyrar og nágrennis, tók við.
„Stöndum saman því það eiga allir skilið að eiga gleðileg jól,“ segir í tilkynningu frá Slökkviliði Akureyrar í dag.
UMMÆLI