NTC

Starfsfólk Íslandsbanka færði Jólaaðstoðinni 90 þúsund krónur

Starfsfólk Íslandsbanka á Akureyri í jólaskapi.

Starfsfólk Íslandsbanka á Akureyri í jólaskapi.

Starfsmenn Íslandsbanka á Akureyri gerðu sér glaðan dag í aðdraganda jóla síðastliðinn föstudag þegar þeir mættu í jólapeysum til vinnu og höfðu sérstakt jólakaffi.

Samhliða því var safnað framlögum meðal starfsmanna útibúsins og söfnuðust alls 90 þúsund krónur.

Peningurinn var afhentur Jólaaðstoðinni í formi níu gjafakorta frá Íslandsbanka.

Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauðakrossins og miðar að því að létta undir jólahaldi fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu. Félögin hafa unnið saman að þessu verkefni síðastliðin fjögur ár og hafa um 350 fjölskyldur notið aðstoðar árlega um jólahátíðina að því er segir á heimasíðu verkefnisins.

Sambíó

UMMÆLI