Starfsfólk Akureyrarbæjar fær gjafabréf frá Niceair í jólagjöf

Starfsfólk Akureyrarbæjar fær gjafabréf frá Niceair í jólagjöf

Jólagjöf Akureyrarbæjar til starfsfólks bæjarins í ár er gjafabréf upp á 12500 krónur frá norðlenska flugfélaginu Niceair.

Akureyrarbær hefur undanfarin ár gefið starfsfólki sínu hangikjöt fyrir jólin en í ár var ákveðið að breyta til og gefa gjafabréf frá Niceair. Gjafabréfið gildir upp í flug frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða Niceair í Evrópu.

Niceair flýgur í augnablikinu til Kaupmannahafnar og Tenerife. Næsta vor bætast við áætlunarflug til Düsseldorf og Alicante.

Á vef Niceair er hægt að kaupa gjafabréf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó