Starfsemi Hrísey Seafood hefst aftur í dagHrísey. Ljósmynd: Kaffið/RFJ

Starfsemi Hrísey Seafood hefst aftur í dag

Líkt og Kaffið hefur áður greint frá var fiksvinnslunni Hrísey Seafood lokað af Matvælastofnun í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum.“ Nú hefur starfsemi verið hafin á ný með leyfi frá Matvælastofnun.

Skarphéðinn Jósepsson, verkefnastjóri Hríseyjar Seafood, segir í samtali við Vísi að brugðist hafi verið við því sem ábótavant var í góðu samstarfi við MAST: „Við brugðumst við þessu í góðri samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“

Vísir greinir einnig frá því hvert atvikið var sem leiddi til lokuninnar, en samkvæmt Skarphéðni stafa mistökin af niðurbroti í samgöngum til eyjunnar. Í maí fór Hríseyjarferjan Sævar í reglubundinn slipp og átti Grímseyjarferjan Sæfari að taka við samgöngum til Hríseyjar á meðan á því stæði. Svo fór hins vegar að Sæfari bilaði óvænt og báturinn sem tók þá við samgöngum var ekki fær um að flytja vörur Hríseyjar Seafood í land. Fyrirtækið hóf þá að flytja fisk í land á sínum eigin bátum, sem leiddi til þess ruglings að „einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar og gleymdist svo í framhaldinu.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó