Starfandi sendiherra Bandaríkjanna á ferð um Norðurland

Jill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna, var á ferð um Norðurland  í vikunni og hitti stjórnendur fyrirtækja, kjörna fulltrúa, umhverfissinna, vísindamenn og fræðimenn.

Jill Esposito ræddi  þar um starfsemi sendiráðsins við að efla þróun sjálfbærra Norðurslóða, endurnýjanlega orkugjafa og viðskiptasamstarf milli Bandaríkjanna og Íslands. Hún ræddi einnig núverandi verkenfi bandaríska utanríkisráðuneytisins,  þar með talið Norðurslóðaverkefni Fulbright stofnunarinnar sem veitir rannsóknarstyrki til fræðimanna frá Íslandi og örðum Norðurslóða löndum.

Esposito fundaði með bæjarstjóra Fjallabyggðar Gunnar Birgisson, bæjarstjóra Dalvíkur Bjarna Bjarnason, bæjarstjóra Akureyrar Eirík Björn Björgvinsson, Rektor Háskólans á Akureyri Eyjólf Guðmundsson og heimsótti Kröfluvikjun, þar sem Landsvirkjun virkjar jarðvarma til orkunýtingar.

Sendiráð Bandaríkjanna á langa samstarfssögu við Norðurland og leitast við að styrkja þetta langtíma samband gegnum samstarf á sviði vísinda og tækni, efnahagsþróunar og viðskiptasambanda.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó