NTC

Stálu rúmlega 1.900 bjórdósum

Stálu rúmlega 1.900 bjórdósum

Í byrjun júlí var rúmlega 1.900 hálfslítra bjórdósum stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Fjölsmiðjan hefur unnið að pökkun á svökölluðum gjafaöskjum fyrir Coca Cola European Partners sem stendur hinu megin við götuna.
Samstarfið hefur staðið frá því síðasta vetur og hefur haldið áfram þrátt fyrir þjófnaðinn.

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur.

Fannst megnið af þýfinu um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri. Engar eftirlitsmyndavélar voru til staðar hjá Fjölsmiðjunni en ákveðið hefur verið að setja upp eftirlitsmyndavélar eftir þetta atvik.

Sambíó

UMMÆLI