Stal snyrtivörum og fötum úr Hagkaupum fyrir tugi þúsunda


Kona var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra og gert að greiða 140.000 kr. í sekt til ríkissjóðs. Þá var hún dæmd sek fyrir bæði þjófnað og brot á ávana- og fíkniefnalögum.
Konan hafði stolið snyrtivörum og fatnaði úr verslun Hagkaupa við Fururvelli á Akureyri að andvirði 76.051 kr. í mars síðastliðinn, en í janúar fyrr á árinu fundust 8,7 grömm af amfetamíni í bíl hennar við leit lögreglu.

Konan játaði sök og fékk mildari dóm en ella vegna þess að hún hafði engin fyrri brot á sakaskrá. Ákærða er því í tveggja ára skilorðsbundnu fangelsi. Brjóti hún skilorðið á þessum tíma þarf hún að sæta 30 daga í fangelsi.

Sambíó

UMMÆLI