NTC

Stærsta segl snekkja heims á Akureyri

Stærsta segl snekkja heims á Akureyri

Stærsta segl snekkja heims kom til Akureyrar nú í kvöld og liggur rétt fyrir utan Krossanes. Snekkjan sem er í eigu rússneska viðskiptajöfursins Andrey Melnichenko má ekki sigla inn á Pollinn sökum hæðar mastranna, en þau geta truflað flug umferð. Möstrin ná upp í 100 metra hæð. Lengd snekkjunnar er 142 metrar og breidd tæpir 25 metrar. Snekkjan sem ber nafnið A er stærsta segl snekkja heims og 11. stærsta snekkja heims.

Andrey Melnichenko kom einnig til Akureyrar árið 2016 á þáverandi snekkju sinni sem bar einnig nafnið A. Þá kom Andrey sjálfur með Boeing einkaþotu og lenti á flugvellinum á Akureyri og fór þaðan í snekkjuna með þyrlu. Andrey er í 105. sæti á Forbes listanum yfir efnuðustu menn heims en hann er þekktastur fyrir þátt sinn í áburðarframleiðandanum EuroChem Group og kolar orkufyrirtækinu SUEK.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó