Stærsta „After ski“ á Íslandi í Hlíðarfjalli

Stærsta „After ski“ á Íslandi í Hlíðarfjalli

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að í Hlíðarfjalli þann 1. mars muni stærsta „After ski“ á Íslandi fara fram í fjallinu. After ski er hefð þar sem skíða- og brettafólk fagnar deginum með skemmtun eftir útiveruna. Halldór Kristinn Harðarson, verkefnastjóri viðburðarins segir á vefnum:

„Þetta fyrirbæri er vel þekkt á helstu skíðasvæðum heims og nú er komið að Akureyri – stærsta skíðabæ landsins,“

Dagskráin hefst í hádeginu með fjölskyldupartíi við hótelið, þar sem plötusnúður mun halda uppi stuðinu. „DJ Ayobe heldur svo upphitunarpartí í Strýtuskálanum, þar sem gestir gera sig klára fyrir ferðina niður á hátíðarsvæðið, þar sem veislan hefst formlega,“ segir Halldór Kristinn en partíið verður sett klukkan 15 þar sem stjörnur á borð við Doctor Victor og Herra Hnetusmjör stíga á stokk.

„Allir eru velkomnir í fjölskyldupartíið og á stærsta After ski landsins en lyftupassi er nauðsynlegur fyrir aðgang að Strýtuskálanum. Við hlökkum til að taka á móti heimamönnum og þeim sem leggja leið sína norður til að upplifa eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Sjáumst í fjallinu,“ segir Halldór að lokum.

Sambíó
Sambíó