Það vakti mikla athygli og gleði fyrir einu ári síðan þegar Akureyringurinn Halldór Kristinn Harðarson fagnaði sigri á Pollamótinu á Akureyri með umhverfisvænni flugeldasýningi. Halldór ákvað að bæta um betur í ár og stækkaði umhverfisvænu flugeldasýninguna eins og má sjá á myndbandinu hér að neðan.
Sjá einnig: Fögnuðu sigri á Pollamótinu með umhverfisvænni „flugeldasýningu“
„Pollamót þórs er skemmtilegasta helgi ársins fyrir mér, 40 uppeldisfélagar taka þátt í pollamótinu og spila fyrir Vini Linta og Afkvæmi Palla Gísla. Á kvöldin eftir leikina sameinast allir þessir meistarar á pallinn hjá besta gestgjafa landsins Hadda Hansen, í ár mættu Sóli Hólm, Úlfur Úlfur og Einar Ágúst Víðisson og héldu uppi stemningunni. Það kostar peninga og áttum við því miður bara ekki fyrir alvöru flugeldasýningu, þannig ég bjó hana til, ég STÆKKAÐI hana síðan í fyrra og ekki veit ég hvað ég geri næsta ár því ég held ég hafi toppað mig í þetta skiptið. Þessi sýning var í boði partýlands og Súlur björgunarsveit,“ skrifar Halldór Kristinn á samfélagsmiðlum.
UMMÆLI