NTC

Sr. Hildur Björk ráðin til þjónustu við Glerárkirkju

Sr. Hildur Björk ráðin til þjónustu við Glerárkirkju

Valnefnd hefur valið sr. Hildi Björk Hörpudóttur til starfs prests við Glerárkirkju á Akureyri og hefur biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir staðfest ráðningu hennar.

Hildur Björk Hörpudóttir er fædd í Reykjavík árið 1980. Hún lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2015 og lauk MA gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017. Hún lauk námi árið 2019 frá Clifford College í „Familiy Ministry.“

Hildur Björk er með kennsluréttindi og meistarapróf í mannauðsstjórnun og er einnig með próf í sáttamiðlun og áfallafræðum. Auk þess hefur hún réttindi sem alþjóðlegur jógakennari.

Hildur Björk hefur marghátta starfsreynslu á sviði félags, kirkju og mannúðarmála. Hún hefur meðal annars verið formaður Jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar, átt sæti í stjórn Félags prestvígðra kvenna, setið í stjórn Skálholtsútgáfunnar og verið aðalmaður í stjórn Verndar, félags um fangahjálp.

Framsókn


Hildur Björk var vígð hinn 7. febrúar árið 2016 til þjónustu í Reykhólaprestakalli og var þar sóknarprestur frá 2016-2019.

Hún starfaði sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu þar til hún tók við starfi sem sóknarprestur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði í apríl árið 2021. Þar starfaði hún fram á mitt þetta ár. Hildur Björk á fimm börn.

Glerárprestakall er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað. Í prestakallinu er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrarprestakall. Í Glerárprestakalli eru tvær kirkjur, Glerárkirkja og Lögmannshlíðarkirkja. Skrifstofuaðstaða sóknarprests og prests er í Glerárkirkju.

Sambíó

UMMÆLI