NTC

Spila fótbolta í sólarhring til að safna fyrir keppnisferð

Nóg af fótbolta framundan hjá þessum strákum. Mynd: Páll Jóhannesson

Vaskir piltar í 3.flokki karla hjá Þór í fótbolta fara nýstárlega leið í fjáröflun sinni til að komast í keppnisferð til Spánar næsta sumar.

Þeir ætla sér að spila fótbolta stanslaust í sólarhring og hafa safnað áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum undanfarnar vikur fyrir þetta fótboltamaraþon.

Strákarnir, sem eru 26 talsins, hófu leik klukkan 15 í dag, föstudag og munu spila þar til klukkan slær 15 á morgun, laugardag. Þeir taka sér reyndar örstutta pásu klukkan 9 í fyrramálið þegar þeir færa sig um set úr Boganum og munu klára fótboltamaraþonið á gervigrasvellinum við KA-heimilið.

Foreldrar standa vaktina með strákunum

Foreldrar standa vaktina með strákunum

Hópnum var skipt niður í fjögur lið. Tvö lið leika gegn hvort öðru á meðan þau lið sem eru í hvíld spila fótboltatölvuleikinn sívinsæla FIFA í aðstöðu sem strákarnir komu sér upp í Hamri, félagsheimili Þórs.

Hægt er að líta við í Bogann í kvöld og nótt eða upp á KA-völl á morgun og fylgjast með strákunum en einnig er hægt að leggja fjáröfluninni lið með að leggja inn á reikning: 162-05-260505 kt. 5206033010.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó