Gæludýr.is

Sparisjóðurinn býður upp á listsýningu í nýju dagatali – Arna Vals veitti ráðgjöf

Sparisjóðurinn býður upp á listsýningu í nýju dagatali – Arna Vals veitti ráðgjöf

Í lok hvers árs gefa sparisjóðirnir út dagatal og er óhætt að segja að dagatal ársins 2024 bjóði upp á listsýningu í máli og myndum. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list. Auk þess gefst listafólkinu kostur á að nýta útibú sparisjóðanna fyrir listsýningar eða aðra listtengda viðburði.

 

Ráðgjöf varðandi dagatalið veitti Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

 

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum á sviði lista og menningar sem sparisjóðirnir styrkja í nærumhverfi sínu en hlutverk sparisjóðanna er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

 

„Okkur langaði að gera ungu og efnilegu listafólki sem starfar í okkar nærumhverfi hátt undir höfði með því að nýta þennan vettvang til að kynna þau og þeirra hæfileika. Auk þess að styrkja þau í sinni listsköpun og  veita þeim vettvang fyrir listtengda viðburði í gegnum útibú sparisjóðanna. Við erum ótrúlega stolt af útkomunni og samstarfinu við listafólkið og hana Örnu Guðnýju myndlistarmann og kennara,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða.“

 

Dagatalið má nálgast endurgjaldslaust í útibúum sparisjóðanna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó