Framsókn

Spáð hvítum jólum á Akureyri

Langþráður jólasnjór gæti látið sjá sig

Langþráður jólasnjór gæti látið sjá sig

Mörgum þykir snjórinn mjög mikilvægur hluti af jólunum. Nú nær langtímaspá norsku veðurstofunnar Yr.no fram að Þorláksmessu og samkvæmt henni lítur allt út fyrir að jólin verði hvít á Akureyri. Samkvæmt spánni verður frost alla næstu viku en það á ekki að snjóa fyrr en á Þorláksmessu. Þann 22. og 23. desember er spáð allt frá tveggja til tólf stiga frosti.

Það er einstaklega heppilegt, að ef úr spánni rætist, þá mun snjóþungi ekki gera fólki erfitt fyrir í jólaundirbúningi síðustu daga fyrir jól en snjórinn láta sjá sig tímanlega fyrir aðfangadag. Nú er bara að vona að spáin gangi eftir.

Sambíó

UMMÆLI