Sóttu slasaðan göngumann á Vaðlaheiði

Mynd tengist ekki fréttinni beint. Mynd ruv.is

Björg­un­ar­sveit­ir á Ak­ur­eyri og Sval­b­arðseyri voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna slasaðs göngumanns á Vaðlaheiði.

Fór fyrsti hópur björgunarfólks af stað gangandi en aðrir á bílum og sexhjólum. Hinn slasaði var í stórum hópi sem hlúðu að honum og héldu heitum þangað til aðstoð barst. Göngumaðurinn treysti sér ekki til að halda áfram eftir að hafa misstigið sig og slasast á ökkla.

UMMÆLI

Sambíó