NTC

Sóttkví aflétt á Hlíð

Sóttkví aflétt á Hlíð

Sóttkví hefur verið aflétt á Hlíð – Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri, eftir að öll sýni sem tekin voru í gær, bæði hjá íbúum og starfsfólki reyndust neikvæð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hlíð.

Smit greindist hjá starfsmanni síðastliðinn föstudag sem leiddi til þess að nokkrir starfsmenn og allir íbúar Furu- og Víðihlíðar þurftu í sóttkví.

Heimsóknarbann er því ekki lengur í gildi en vegna fjölgunar smita undanfarna daga á Norðurlandi er þeim tilmælum beint til aðstandenda að þeir takmarki heimsóknir og að óbólusett börn og ungmenni komi ekki að sinni.

Sambíó

UMMÆLI