NTC

Söngveisla í Glerárkirkju

Þrír karlakórar sameina krafta sína á söngmóti í Glerárkirkju næstkomandi laugardag, kl. 16:00. Mótið ber yfirskriftina „Hæ-Tröllum“ og er þetta í sjötta sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir til Akureyrar karlakórum allsstaðar að af landinu.

„Hæ-Tröllum“ var fyrst haldið árið 2006 og hefur síðan verið haldið með reglulegu millibili. Þátttakendur að þessu sinni eru, auk Karlakórs Akureyrar-Geysis; Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps og Karlakór Vopnafjarðar.

Á mótinu flytur hver kór sína dagskrá og syngur fjögur lög. Síðan sameina kórarnir krafta sína og flytja nokkur stórvirki úr sögu íslensks karlakórasöngs. Þarna gefst því kærkomið tækifæri til að heyra þessi verk flutt af stórum og öflugum kór. Sannkölluð söngveisla!

„Hæ-Tröllum“ er einn af föstum liðum í fjölbreyttu starfi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Á þessu starfsári stendur kórinn fyrir þrennum tónleikum. Á „Hæ-Tröllum“ sameinast á Akureyri söngmenn frá Norður- og Austurlandi. Vortónleikar kórsins verða svo haldnir á Akureyri 28. apríl og tónleikar á Grenivík 1. maí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó