Gæludýr.is

Sönglög úr Þrá flutt á tónleikum á Grenjaðarstað

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir

Í kvöld verða tónleikar í safnaðarheimilinu Grenjaðarstað klukkan 20.00. Flutt verða sönglög úr heftinu Þrá eftir Maríu Elísabet Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir mun syngja og Helga Kvam spila á píano. Þrá er fyrsta sönglagahefti sem kom út á Íslandi eftir kventónskáld. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru styrktir af Norðurorku, Akureyrarstofu og Uppbygginagarsjóði Norðurlands Eystra.

María Elísabet Jónsdóttir fæddist 1869 og er fyrst kvenna á Íslandi til að fá tónverk birt á prenti, sönglag hennar Farfuglarnir birtist í Óðni 1915. María Elísabet var prestfrú á Grenjaðarstað, stjórnaði þar kirkjukór og lék á orgel. Hún samdi nokkur sönglög sem komu út í litlu hefti undir titlinum Þrá árið 1949 þar sem Árni Björnsson útsetti píanóundirleik við lögin, 4 árum eftir andlát hennar. Þrá er fyrsta sönglagahefti sem kemur út á Íslandi eftir kventónskáld, þar sem María Elísabet semur lög við texta Huldu, Davíðs Stefánssonar, Jóns frá Hrafnagili og Páls J. Árdal.

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, söngkona og Helga Kvam, píanóleikari hafa unnið með útsetningar Árna og bætt sínum eigin við. Dagskráin verður í tali og tónum, þar sem líf og störf Maríu Elísabetar eru kynnt á stuttri kvöldstund.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó