Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár

Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Ástæðan er skortur á fjármagni og áhugaleysi. Léleg miðasala hefur gert það að verkum að ekki er til fjármagn til að halda keppnina en síðustu ár hefur hún verið framkvæmd í samstarfi við Sagafilm. Einnig segir í tilkynningunni að nemendafélög framhaldsskólanna hafi ekki verið að styðja nægilega vel við sína keppendur og þáttaka hafi verið dræm. „Hugmyndir komu upp um að gefa keppnina frá okkur, í hendur óháðra aðila, en við teljum að hún sé ekki framhaldsskólanema án þeirra aðkomu og gerðum við það því ekki,“ segir einnig í tilkynningunni.

Nú þegar hafa einhverjir skólar haldið sínar forkeppnir og Sturtuhausinn, söngkeppni VMA, verður haldin annað kvöld, þann 26.janúar í Hofi og verður sú forkeppni stór í sniðum.

Stærsta Söngkeppni VMA hingað til

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó