NTC

Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst

Birkir Blær sigraði söngkeppni MA fyrr í vetur

Söngkeppni framhaldsskólanna sem átti að fara fram á Akureyri í ár hefur verið aflýst.

Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, tilkynnti ákvörðunina í samtali við DV. Hann segir að mikil vinna hafi farið í undirbúning keppninnar undanfarna mánuði en RÚV hefðu þurft að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra hafi skyndilega hætt við.

„Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa. Ef RÚV gat ekki tekið þátt þá var ómögulegt að fá styrktaraðila í verkefnið. Það átti að vera helsta tekjulindin,“ segir Davíð Snær í samtali við DV.is.

Hann segir þó að ekki sé hægt að kenna RÚV um þar sem stofnuni hefði verið öll úr vilja gerð. Nánar er fjallað um málið á vef DV.

Sjá einnig:

Söngkeppni framhaldsskólanna haldin á Akureyri í vetur

 

Sambíó

UMMÆLI