NTC

Sólveig Lea gefur út lagið Skylines

Sólveig Lea gefur út lagið Skylines

Dalvíkingurinn Sólveig Lea Jóhannsdóttir gaf á dögunum út lagið Skylines. Skylines er annað lag Sólveigar sem lærði söng við FÍH en hún gaf út lagið Letting Go haustið 2022.

Sólveig segir að Skylines sé electro popplag sem fjallar um það að verða ástfanginn. Lagið er eftir Jón Anton Stefánsson og Sólveig samdi sjálf textan. Bjarki Ómarsson sá um vinnslu á laginu og hljóðfæraleik.

„Skylines fjallar um byrjun sambands þegar þú ert að falla fyrir einhverjum og allt er svaka spennandi en erfitt á sama tíma að treysta nýrri manneskju. Þetta er mjög mikið Valentínusar ástarlag fyrir alla sem eru ástfangnir,“ segir Sólveig. 

Sambíó

UMMÆLI