NTC

Sölvasaga unglings gefin út í Svíþjóð

arnar-2

Arnar Már Arngrímsson

Nýlega var Sölvasaga unglings, eftir Akureyringinn og menntaskólakennarann Arnar Má Arngrímsson, gefin út í Svíþjóð. Arnar var tilnefndur til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina og hefur einnig verið tilnefndur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem afhent verða í nóvember á þessu ári.

Sölvasaga unglings kom út í byrjun nóvember á síðasta ári og er fyrsta bókin sem Arnar gefur frá sér. Arnar segir bókina byggða á eigin minningum frá unglingsárum í bland við reynslu sína af því að vera að vinna með unglingum alla daga.

Umfjöllunarefni bókarinnar er Sölvi, 14 ára unglingur frá Reykjavík sem er sendur gegn vilja sínum í sveit til ömmu sinnar. Þar þarf hann að kynnast lífinu án internets og annarra nútímaþæginda. Í sveitinni lærir hann að takast á við lífið á annan hátt en hann hefur áður gert.  Á sænsku heitir bókin „Noll Koll“ eða „Ekki hugmynd“.

 


Sambíó

UMMÆLI

Sambíó