NTC

Sólstöðuhlaup Æskunnar & Skógarbaðanna

Sólstöðuhlaup Æskunnar & Skógarbaðanna

Sólstöðuhlaup Æskunnar og Skógarbaðanna er nýtt utanvegahlaup fyrir alla sem verður haldið laugardaginn 14. september 2024. Hlaupið í ár er prufuhlaup fyrir Sólstöðuhlaupið sem verður formlega stofnað á sumarsólstöðum í júní 2025. Hlaupið er ræst á íþróttavellinum á Svalbarðseyri og endar við Skógarböðin. Hlaupið er um gamla þjóðveginn sem liggur upp Vaðlaheiðina. Hlaupið er haldið í samstarfi við Skógarböðin og öll sem hlaupa fá aðgang í Skógarböðin eftir hlaupið.

Hlaupið hefst klukkan 17:30 á íþróttasvæðinu við Valsárskóla. Ræst verður í tveimur ráshópum 23 km klukkan 17:30 og 14 km klukkan 18:00. Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd heldur utan um hlaupið og verður Björgunarsveitin Týr með gæslu á hlaupaleiðinni.

Skráning og nánari upplýsingar eru að finna á síðunni hlaup.is og solstoduhlaup@gmail.com.

Sambíó

UMMÆLI