Sólstöðuhátíð í Grímsey

Grímsey.

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 21.-24. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar:

Dagskrá 2018

Fimmtudagur 21. júní
Kl. 12-14: Markaður á höfninni (á ferjutíma)
Kl. 18-20: Tapaskvöld á Kríunni – borðapantanir í síma 898 2058 og 467 3112
Kl. 20: Tónleikar á Veitingastaðnum Kríunni
Kl. 22: Sigling í kringum eyjuna
Kl. 24: Táknið „Orbis et Globus“, athöfn á nýrri staðsetningu heimskautsbaugsins
Kl. 00.30: Sólstöður á Fætinum, ganga á norðurenda Grímseyjar og notið sólseturs, lifandi tónlist

Föstudagur 22. júní
Kl. 12-17: Markaður
Kl. 16: Dorgveiðikeppni fyrir börnin
Kl. 19: Sjávarréttarkvöld Kvenfélagsins Baugs
Kl. 21: Fjölskyldudansleikur

Laugardagur 23. júní
Kl. 11: Skemmtiskokk
Kl. 11: Ganga með leiðsögn
Kl. 14: Ratleikur
Kl. 16: Fjöruferð og Steinamálun – Grilla pylsur
Kl. 20: Árshátíð Kiwanis
Kl. 24: Dansleikur – jónsmessunótt

Sunnudagur 24. júní
Kl. 12-16: Markaður
Kl. 12: Hamborgaratilboð á Kríunni fyrir gesti sólstöðuhátíðar
Kl. 21: Söngur og varðeldur

Sundlaugin opin 13-16 alla dagana

Frítt er á alla viðburði nema sjávarréttakvöldið og árshátíðina Ath. 16 ára aldurstakmark á árshátíð.
Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur daglega milli Akureyrar og Grímseyjar.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó