Gæludýr.is

Sólmyrkvinn sjáanlegur frá Akureyri á laugardaginn

Sólmyrkvinn sjáanlegur frá Akureyri á laugardaginn

Deildarmyrkvi verður sjáanlegur frá Íslandi á laugardagsmorguninn n.k. 11. ágúst en deildarmyrkvi verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og tunglið hylur sólina aðeins að hluta. Myrkvinn ætti að sjást frá öllu landinu ef vel viðrar en hann verður mestur á norðvesturlandinu. Fólk er vinsamlegast beðið að nota viðeigandi hlífðarbúnað ef það ætlar sér að fylgjast með myrkvanum. Næsti sólmyrkvi verður ekki fyrr en eftir þrjú en síðasti sjáanlegi sólmyrkvinn hér á landi var í fyrra.

Á Akureyri hefst myrkvinn kl. 08.11 á laugardagsmorgun og nær hámarki kl. 08:48 þegar tunglið hylur 12% sólar. Myrkvanum lýkur síðan 09.25. Mesti myrkvinn verður sjáanlegur frá Ísafirði þegar tunglið hylur 14% sólar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó