NTC

Sóley er heimsmeistariMynd/Kraftlyftingasamband Íslands

Sóley er heimsmeistari

Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum lauk í dag í Njarðvík. Akureyringurinn Sóley Margrét Jónsdóttir varð heimsmeistari í opnum flokki kvenna í +84 kg flokki, hún lyfti þyngst 282,5 kílóum í hnébeygjum sem tryggði henni fyrsta sætið. Hún lyfti svo 200 kílóum í bekkpressu og vann þar einnig gull.

Sóley vann silfur í réttstöðulyftu en setti samt sem áður heimsmet þar í unglingaflokki með því að ná upp 227,5 kílóum. Sóley lyfti samtals 710 kílóum og er nú heimsmeistari í +84 kg flokki kvenna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó