Sóley Björk nýr ritari Vinstri grænna

Sóley Björk nýr ritari Vinstri grænna

Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri er nýr ritari Vinstri hreyfingar græns framboðs. Sóley Björk bauð sig fram gen Guðrúnu Ástu Guðmundsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Ingibjörg Þórðardóttir var ritari en hún gaf ekki kost á sér aftur.

Sóley var meðstjórnandi í síðustu stjórn VG. Hún hefur setið fyrir VG í bæjarstjórn Akureyrarbæjar frá árinu 2014 en áður hafði hún setið í stjórn Akureyrarstofu, skipulagsnefnd, félagsmálaráði og stjórn Fallorku.

Sóley Björk Stefánsdóttir er fædd á Akureyri 3. júlí 1973 og uppalin þar til 16 ára aldurs. Hún lauk stúdentsprófi með margmiðlunarhönnun sem kjörsvið frá Borgarholtsskóla árið 2003. Hún útskrifaðist sem fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri vorið 2009 og lauk námi til kennsluréttinda 2011.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó