NTC

Söfnuðu um 60.000 krónum fyrir Rauða krossinn

Söfnuðu um 60.000 krónum fyrir Rauða krossinn

Umhverfisráð HA í samvinnu við Rauða krossinn og skiptinema buðu upp á „Pop up“ fatamarkað á háskólasvæðinu í síðastliðinni viku. Fatamarkaðurinn heppnaðist vel og söfnuðust um 60 þúsund krónur fyrir Rauða krossinn. Þetta kemur fram á vef HA.

Skiptinemar tóku að sér framkvæmdina, völdu föt og kynntu markaðinn. Sóley Björk, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir svona verkefni algjörlega frábær í samtali við heimasíðu Háskólans á Akureyri. „Það er svo gaman og gagnlegt þegar hægt er að vinna þvert á einingar í samfélaginu að því að halda góðum verkefnum á lofti og stuðla að betri textílnýtingu með umhverfið í huga. Vonandi verður þetta fyrsta samstarfsverkefnið af mörgum með skólanum.“

Daniel Grygorachyk er skiptinemi við skólann og var einn af þeim sem stóð vaktina og sá um kynningarmál fyrir markaðinn í samstarfi við Sóleyju og Markaðs- og kynningarmál skólans. „Samstarfið gekk vel og það var frábært að fá tækifæri til að fá að vinna með Sóleyju frá Rauða krossinum, Pálínu og Alenu sem einnig eru skiptinemar og Audrey, lektor og formanni Umhverfisráðs við háskólann. Það gerði okkur kleift að gefa til samfélagsins sem við erum hluti af og tengjast íslenskum stúdentum. Öll þessi hreyfiöfl komu saman til að gera markaðinn mögulegan. Ég, Pálína og Alena erum einnig að vinna sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum til að gefa enn meira af okkur. Ég vona að þetta hvetji fleiri stúdenta til að taka þátt í verkefnum sem styðja og efla samfélagið okkar,“ segir Daniel um samstarfið og vinnuna við markaðinn.

Sambíó

UMMÆLI