Vinkonurnar Embla Sigrún Arnsteinsdóttir og Helena Lóa Barðdal Einarsdóttir færðu Kvennaathvarfinu á Akrueyri pening í gær sem þær höfðu safnað á tombólu á Akureyri á síðasta ári.
Vinkonurnar færðu Kvennaathvarfinu á Akureyri allan ágóðan af tombólunni og óskuðu þess að Kvennaathvarfið myndi kaupa eitthvað fallegt fyrir börnin í athvarfinu.
„Bestu þakkir kæru stúlkur, þetta kemur sér mjög vel. Við munum kaupa eitthvað fallegt fyrir börnin í athvarfinu, eins og þið óskuðuð ykkur,“ segir á Facebook-síðu Kvennaathvarfsins.
Á meðfylgjandi mynd eru vinkonurnar Embla Sigrún og Helena Lóa ásamt Söndru S. Valsd., verkefnastýru athvarfsins á Akureyri.