Nemendur Skapandi Tónlistar enduðu önn sína í Tónlistarskólanum glæsilega í desember en þau stóðu fyrir styrktartónleikum á barnum R5. Allur aðgangseyrir rann óskiptur til styrktar Lautarinnar, Athvarf fyrir fólk sem glímir við geðræna sjúkdóma. Með aðgangeyrinum einum saman söfnuðust 90.000 kr. en R5 bætti um betur og tvöfaldaði styrkinn. Alls voru því 180.000 kr. sem söfnuðust 19. Desember og munu eflaust koma að góðum notum við að styrkja starf Lautarinnar.
Fjölmargir listamenn komu að tónleikunum en meðal þeirra sem komu fram voru Birkir Blær, Daníel Andri, Diana Sus, Einar Óli, og Ivan Mendez.
Fulltrúar frá R5 og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri afhentu styrkinn núna í janúar ásamt því að spila og syngja fyrir gesti Lautarinnar við afhendinguna.
UMMÆLI