Sofandaháttur í Skipagötu

Sofandaháttur í Skipagötu

Laugardaginn 29.ágúst til sunnudagsins 30.ágúst halda Sunna Svavarsdóttir og Marta Sigríður Róbertsdóttir samsýninguna Sofandaháttur í Skipagötu 11, Akureyri.

Hugmyndin af samsýningu Sunnu og Mörtu varð til út frá hugleiðingum þeirra um vinnu og svefnmenningu Íslendinga, eftir að þær fluttu báðar aftur til landsins að utan.

Sofandaháttur vitnar til þess uppnáms sem varð á lífi Íslendinga í heimsfaraldri kórónaveirunnar – bæði vegna breyttra svefnvenja með nýtilkomnum tíma og svefngöngunnar sem fyrrum ótrufluð rútína skapar. Sýningin er gerð til heiðurs þeirrar skrifstofumenningu sem hefur umturnast í heimsfaraldrinum.

Sýningin verður opin á laugardag frá klukkan 16.00 til 20.00 og á sunnudag frá klukkan 14.00 til 18.00. Verkefnið hlaut styrk úr Viðburða- og vöruþróunarsjóði Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó