NTC

Snorri skrifar undir þriggja ára samningMynd/KA

Snorri skrifar undir þriggja ára samning

Snorri Kristinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú bundinn félaginu fram til sumars 2027. Snorri hefur vaxið úr grasi hjá KA og hlakkar félagið að fá hann til liðs við sig, segir á vefsíðu félagsins þaðan sem tilkynningin barst.

Snorri, sem fæddur er árið 2009, spilar bæði á miðjunni og sem bakvörður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar leikið þrjá leiki með meistaraflokki KA; tvo þeirra í Bestu deildinni og einn í Mjólkurbikarnum, þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari.

Framganga Snorra hefur vakið mikla athygli og hefur hann verið fastamaður í U15 landsliði Íslands þar sem hann hefur tekið þátt í þremur landsleikjum.

Þrátt fyrir að vera á yngra ári í 3. flokki stóð hann sig vel með Íslandsmeisturum 2. flokks síðasta sumar og var valinn efnilegasti leikmaður flokksins á lokahófi þeirra. Þar að auki varð hann Íslandsmeistari og Bikarmeistari með 3. flokki sumarið 2023.

Sambíó

UMMÆLI