Snorri og Sólveig með seiðandi ábreiðu af þemalagi Narcos

Dalvíkingarnir Snorri Eldjárn og Sólveig Lea sendu í gær frá sér ábreiðu af laginu Tuyo eftir Rodrigo Amarente en lagið er hvað þekktast fyrir að vera þemalag í Netflix seríunni Narcos.

Snorri hefur slegið í gegn í Kólumbíu þar sem þættirnir gerast en hann mun halda þangað í lok janúar og eyða mánuði í tónleikaferðalag. Snorri hefur verið duglegur að senda frá sér ábreiður en þúsundir manns frá Kólumbíu fylgjast með honum á samfélagsmiðlum.

Snorri og Sólveig syngja bæði á spænsku í ábreiðunni af laginu Tuyo sem má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó