Í dag hófst snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli. Snjóbyssurnar voru ræstar í hádeginu í dag. Alls ellefu byssur framleiða nú snjó í brekkurnar þar sem starfsfólk Hlíðarfjalls vinnur úr honum ásamt þeim snjó sem hefur fallið undanfarna daga.
Eins og við greindum frá hér á Kaffinu um daginn er stefnt á að opna í Hlíðarfjalli 1. desember næstkomandi.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður segir að snjóalög séu þokkaleg og þetta líti ágætlega út og enn stefnt að opnun 1. desember. Forsala vetrarkorta er hafin á Akureyri Backpackers.
UMMÆLI