Snjóflóðaæfing í Hlíðarfjalli

Snjóflóðaæfing í Hlíðarfjalli

Nú um komandi helgi, nánar tiltekið laugardaginn 28. janúar, ætla viðbragðsaðilar hér í Eyjafirði að halda æfingu í Hlíðarfjalli er varðar viðbrögð við því að snjóflóð hafi fallið á skíðafólk á svæðinu og sé fólk grafið í snjónum og fjöldi slasaðra þónokkur. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Æfing þessi er orðin árlegur viðburður þessara aðila og hefur umfang hennar sífellt verið að stækka. T.a.m. koma að þessari æfingu starfsfólk Hlíðarfjalls, björgunarsveitir í Eyjafirði, sjúkraflutningamenn, lögreglan og starfsfólk Sjúkrahúss Akureyrar.

Í æfingu sem þessari þá er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun sem til hefur verið í nokkur ár og er sífellt í þróun og bætingu.

Æfing þessi hefst skömmu eftir almenna lokun skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á laugardaginn, um kl. 16:00, og má því búast við talsverði umferð björgunartækja og viðbragðsaðila á leið í Fjallið á þessum tíma og hvetjum við fólk til að halda alveg ró sinni yfir því þar sem um ÆFINGU er að ræða, segir í tilkynningunni

Sambíó

UMMÆLI