Snjóflóðaæfing í Hlíðarfjalli – myndband

Snjóflóðaæfing í Hlíðarfjalli – myndband

Í dag héldu viðbragðsaðilar í Eyjafirði ásamt starfsmönnum í Hlíðarfjalli æfingu í því að takast á við snjóflóð. Æfingin gerði ráð fyrir því að flóð hefði fallið á skíðasvæðinu og að talsverður fjöldi skíðaiðkenda hefði lent í flóðinu.

Æfing sem þessi hefur verið haldin árlega og verður ávallt viðameiri með ári hverju.

Meðfylgjandi má sjá smá myndbandsupptöku af vettvanginum en Lögreglan á Norðurlandi eystra birti það nú í kvöld. Þess má geta að Hlíðarfjall er eina skíðasvæðið á landinu sem hefur viðbragðsáætlun sem þessa.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó