Snjóflóð féll á skíðahóp í Brimnesdal

Snjóflóð féll á skíðahóp í Brimnesdal

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk í dag klukkan 12:27 tilkynningu um að snjófljóð hefði fallið í Brimnesdal, við Ólafsfjörð. Snjóflóðið féll á sjö manna skíðahóp og einn í hópnum fótbrotnaði.

Búið er að kalla út björgunarsveitir á Eyjafjarðarsvæðinu og verið er að vinna í því að koma björgum á vettvang.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu en þegar það verður hægt mun lögreglan senda frá sér aðra tilkynningu.

UMMÆLI

Sambíó