Snekkjan Satori hefur verið undanfarna daga á Pollinum við Akureyri. Samkvæmt frétt mbl.ishefur snekkjan verið á hringferð um landið undanfarið.
Satori var smíðuð árið 2018 og virði hennar er sagt vera 75 milljónir dollara sem jafngildir rúmlega níu milljörðum íslenskra króna. Snekkjan er í eigu bandaríska auðkýfingsins Jay Alix. Snekkjan er 64 metrar að lengd og 12 metrar á breidd.
Hún er því ekki alveg jafn stór og risasnekkjan A sem eyddi töluverðum tíma í Eyjafirði í vor. Lengd hennar er 142 metrar og breiddin tæpir 25 metrar. Þá ná möstrin á A 100 metra hæð.
Sjá einnig: Stærsta segl snekkja heims á Akureyri