NTC

Snapchat stjörnurnar frá Akureyri – Miðjan

Snapchat er eitt mest notaða snjallsímaforrit á Íslandi í dag. Upprunalega var Snapchat einungis til þess að senda myndir til vina sinna sem hurfu eftir 10 sekúndur. Forritið hefur hinsvegar þróast töluvert síðan það kom fyrst út árið 2011. Nú er einnig hægt að fylgjast með lífi fólks í gegnum svokallaðar sögur sem það býr til. Þetta hefur vakið svakalegar vinsældir á Íslandi og hafa margir einstaklingar öðlast frægð í gegnum sögur sínar. Margir af frægustu „Snöppurum“ landsins koma frá Akureyri og Kaffið.is ákvað að heyra í þeim vinsælustu og kynnast þeim aðeins betur. Það er komið að strákunum í Miðjunni.

Sjá einnig: Binni Glee
Sjá einnig: Enski boltinn
Sjá einnig: Birkir bekkur

Gísli Máni og Gunnar Björn – midjan_official

Miðjan: Gísli Máni og Gunnar Björn.

Hvað eru þið með marga followers á snapchat?

7500 manns.

Hvað eyðið þið miklum tíma á dag í snapchat?

Mjög misjafnt eftir dögum en allt í allt er þetta svona 6-8 tima vinnudagur kannski, nóg að gera fyrir aðra miðla líka.

Er snapchat að skila ykkur tekjum?

Já fáum tekjur í gegnum snapchat og aðra samskiptamiðla, þetta er það eina sem við erum að vinna við í sumar þannig við lifum á þessu.

Fáið þið öðruvísi meðferð frá fólki útaf snappinu?

Já aðallega frá ungu kynslóðinni, síðan grínast vinirnir oft með þetta líka.

Hvað setjið þið á Snapchat?

Reynum oftast að vera bara með eitthvað skemmtielgt, hvort sem það er um lífið okkar eða bara eitthvað kjánalegt sem við erum að gera.

Sambíó

UMMÆLI