NTC

Snapchat gefur út sólgleraugu

Snapchat gefur út sólgleraugu

Taktu upp Snapchat myndbönd með gleraugunum þínum

sólgleraugu

Snapchat gleraugun

Snapchat er ekki lengur bara „app“ í símann þinn.

Snapchat tilkynnti á föstudaginn að þeir hafi verið að vinna að sólgleraugum um nokkurra ára skeið. Gleraugun hafa þá sérstöðu að innbyggð myndavél er í þeim, sem getur tekið upp 10 sekúnda löng myndbönd. Myndböndin munu svo birtast í,,memories“ hluta Snapchat forritsins, þaðan geta notendur svo valið að senda myndböndin til vina eða setja í ,,story“.

Útgáfudagur hefur ekki verið tilkynntur en þeir segja „bráðlega“. Verðið í Bandaríkjunum mun verða $129 eða tæpar 15 þúsund krónur íslenskar.


snaphringur

Snapchat myndband

Myndböndin munu verða hringlaga, sem á að líkja eftir því hvernig mannsaugað sér.


snap2

Myndböndin sendast þráðlaust í ,,memories“ hluta Snapchat, þaðan geta notendur sent það áfram til vina.


snapbox

Snapchat hleðslubox

Með gleraugunum fylgir hleðslubox en hleðsan á gleraugunum á að endast í einn dag.


Hér er hægt að horfa á kynningar myndband sem Snapchat gaf út.

Fréttatilkynning

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó