Gæludýr.is

Snædís og Andri stóðu uppi sem sigurvegarar í Arctic Challenge

Snædís og Andri stóðu uppi sem sigurvegarar í Arctic Challenge

Matreiðslukeppnin Arctic Chef og kokteilakeppnin Arctic Mixologist fóru fram í matreiðslusal Verkmenntaskólans á Akureyri í dag. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir sigraði í Arctic Chef keppninnni og Andri Þór Guðmundsson sigraði Arctic Mixologist keppnina.

Logi Helgason endaði í öðru sætinu í Arctic Chef. Eyþór Darri Baldvinsson endaði í öðru sæti í Arctic Mixologist og Helgi Pétur Davíðsson endaði í þriðja sætinu.

Arctic Challenge er árlegur menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó