NTC

Smokka­sjálfsal­ar í alla fram­halds­skóla

Mynd: landlaeknir.is

Allir framhaldsskólar landsins fá smokkasjálfsala að gjöf og afhenti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fyrsta sjálfsalann í gær við athöfn í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Verk­efnið er sam­starfs­verk­efni Ástráðs (Kyn­fræðslu­fé­lag lækna­nema), Embætt­is land­lækn­is, Há­skóla Íslands (fræðasvið um kyn­heil­brigði) og Kynís (Kyn­fræðinga­fé­lag Íslands) með styrk úr Lýðheilsu­sjóði.

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks með því að auka aðgengi þeirra að smokkum. Í erindi Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis kom fram að embættið hefur séð talsverða aukningu í kynsjúkdómum á Íslandi sem og öðrum vestrænum löndum. Því er mikilvægt fyrir opinbera aðila að taka höndum saman og stöðva þessa þróun. Að gera smokka aðgengilegri fyrir ungt fólk er einn þáttur í því eins og kom fram í tillögum starfshóps sem settur var á laggirnar til þess að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi. Tillögur hópsins má sjá hér. 

 

Sambíó

UMMÆLI