Virkum smitum á Norðurlandi eystra fjölgar um þrjú frá því í gær. Þetta kemur fram í tölum á covid.is.
Sjá einnig: Smit hjá fótboltaliði Þór/KA
Virkum smitum hefur fækkað síðustu daga en í dag varð fjölgun í fyrsta sinn síðan á laugardag.
45 virk smit eru nú á Norðurlandi eystra. Einstaklingum í sóttkví fækkar en 70 eru nú í sóttkví samanborið við 73 í gær.
UMMÆLI