Níu virk smit eru nú á Norðurlandi eystra samkvæmt nýjustu tölum covid.is. Fjögur virk smit hafa því bæst við síðan á föstudagskvöld.
Töluverð fjölgun hefur einnig verið á einstaklingum í sóttkví á svæðinu en 63 einstaklingar eru nú í sóttkví samanborið við 28 á föstudagskvöld.
Alls greindust 60 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru 36 í sóttkví og 24 utan sóttkvíar. 1017 einstaklingar eru í einangrun vegna smits á Íslandi í dag.