NTC

Smitum fjölgar á Norðurlandi en flest með væg einkenni

Smitum fjölgar á Norðurlandi en flest með væg einkenni

Smit halda áfram að greinast á Akureyri og Húsavík en í gær greindust þar 16 ný smit. Nú eru 82 í einangrun og um 1200 í sóttkví í umdæminu. Flest sem nú eru að greinast finna lítið fyrir einkennum. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef fréttastofu RÚV.

Smit hafa verið að koma upp hjá börnum í grunnskólum bæjarins í vikunni og hafa nú dreift sér í flesta grunnskóla Akureyrar, á Húsavík og Svalbarðseyri. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í heimsókn á Norðuslandi í síðustu viku og er í kjölfarið kominn í smitgát eftir að hafa umgengist nemendur sem greindust síðar smitaðir. Í færslu sem Guðni skrifar á Facebook sendir hann krökkunum hlýjar kveðjur og óskar þeim sem hafa smitast góðs bata. 

Sjá einnig: Forsetinn í smitgát eftir heimsókn í Valsárskóla

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir að þó enn sem komið er hafi enginn þurft að leggjast inn hafi hópsýkingin áhrif á starfsemina. „Við höfum verið að kalla út miklar aukavaktir og erum að horfa fram á vikuna hvort við þurfum eitthvað að draga úr valkvæðri þjónustu tímabundið. Það er tímabundið meðan þessi bylgja er að ganga yfir og hún virðist ætla að vera nokkuð brött,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu RÚV. 

Sigurður segir flesta þeirra sem nú eru að greinast finna lítið fyrir einkennum. „Maður er allavegana að heyra að mörg af þessum börnum sem fara í sýnatöku af því að þau eru í sóttkví og reynast jákvæð að þau eru mjög einkennalítil eða einkennalaus og kemur jafnvel fólki mikið á óvart að þau reynast vera jákvæð.

Lestu heildarumfjöllun á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó