Sjö virk smit eru nú á Norðurlandi eystra og fækkar um eitt frá tölum gærdagsins. Það fækkar einnig um fimm í sóttkví en 23 eru nú í sóttkví á svæðinu samanborið við 28 í gær. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á vefnum covid.is.
Alls greindust 97 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru 54 í sóttkví og 43 utan sóttkvíar. Langflest smitin greindust á höfuðborgarsvæðinu.