Þau tvö smit sem greindust á Norðurlandi eystra í dag vegna Covid-19 voru á Húsavík og í Mývatnssveit.
Bæði smitin tengjast landamærunum og aðilum sem voru að koma erlendis frá í upphafi nýs árs sem greindust við hefðbundna landamæra skimun.
Enn er ekkert Covid smit á Akureyri en síðast var virkt smit á Akureyri 12. desember.
Tveir einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra. Einn þeirra er á Akureyri og einn á Húsavík. Þeir tveir sem eru í sóttkví tengjast einnig smitum á landamærum.